vera.is

 

1.1.2022

 

Á hverju ári geri ég einfalt fjölskyldudagatal fyrir mig til að auðvelda skipulag og yfirsýn, enda töluverð dagskrá á stóru heimili. Mér finnst gott að prenta út dagatal og hengja upp á korktöfluna í eldhúsinu, jafnvel þótt fjölskyldan noti líka töluvert mikið dagatal í símunum. Það er þægilegt að sjá dagatalið í eldhúsinu á morgana. Á mína persónulegu útgáfu set ég líka inn afmæli og starfsdaga og aðra viðburði samkvæmt skóladagatölum barnanna. Mér finnst langþægilegast að hafa einn dálk til minnis og svo sérstakan dálk fyrir hvern fjölskyldumeðlim, þar sem ég merki inn æfingar, keppnisdaga, grímuböll og rauða daga, páskafrí, prófatarnir og bara allt sem okkur dettur í hug að gæti verið hentugt að muna. 

 

Ég hef í gegnum tíðina deilt dagatalinu með þó nokkrum vinum og fyrir tveimur árum setti ég það líka á vefinn, fyrir fleiri að njóta. Það kom mér á óvart hvað það voru margir sem sóttu það á vefinn minn og ég fékk fjölmörg þakkarskilaboð.

Því set ég dagatalið enn á ný hingað á síðuna mína.

 

Öllum er frjálst að hala niður dagatal og prenta til einkanota. Hafi fólk hugmyndir og ábendingar um betrumbætur eða jafnvel séróskir er velkomið að senda mér tölvupóst eða skilaboð.

 

Nýárskveðja,

Vera

 

Fjölskyldudagatal til útprentunar.

Öllum er frjálst að hala niður og prenta dagatalið til einkanota.

 

Einfalt dagatal

5 dálkar

4 dálkar

3 dálkar

2 dálkar

 

 

Gleðilegt nýtt ár 2022!

 

 

Text, letter

Description automatically generated

 

© vera.is 2020